Um fyrirtækið

Matfugl framleiðir og selur kjúkling og vörur unnar úr kjöti. Fyrirtækið er með eigið eldi, slátrun og úrvinnslu á kjúklingi og er leiðandi á sínu sviði. Fyrirtækið hefur yfir að ráða fullkomnum tækjakosti til framleiðslu á elduðum vörum sem nýtast m.a. vel fyrir skóla og mötuneyti.

Matfugl vinnur eftir ströngustu gæðakröfum og hefur m.a. starfandi dýralækni sem hefur eftirlit með öllu framleiðsluferli fyrirtækisins. Helstu vörumerki Matfugls eru Móar, Ali Kjúklingur, Íslandsfugl, Matfugl, Ferskir Kjúklingar auk merkja viðskiptavina.