Bombay kjúklingavængir með jógúrt ídýfu

Home / Uppskriftir / Bombay kjúklingavængir með jógúrt ídýfu

Hráefni fyrir vængi:

  • 24 stk kjúklingavængir
  • 1 tsk karrý
  • ½ tsk turmerik
  • 2 msk soja sósa
  • 2 msk matarolía
  • 2 hvítlauksrif, söxuð
  • 1/8 tsk svartur pipar
  • Steinselja til skreytingar

Blandið saman í stórri skál öllu nema kjúklingavængjunum.
Þegar lögurinn er tilbúinn bætið kjúklingnum útí. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskápnum í u.þ.b. 1 klst.

Hitið ofninn í 165° Látið leka af vængjunum og raðið í ofnskúffu eða í eldfast mót. Eldið í 25 mín, eða þangað til þeir eru gullbrúnir.

 

Hráefni í jógúrt ídýfu:

  • ½ bolli hrein jógúrt
  • 3 msk mangó, smátt skorinn
  • 1 msk steinselja, söxuð
  • 1 lítill laukur, smátt skorinn
  • ¼ tsk Tabasco (má sleppa)
  • 1/8 tsk salt

Blandið öllu saman í skál. Geymið sósuna í ísskápnum þangað til kjúklingurinn er borinn fram

 

Related Posts