Bourbon

Home / Uppskriftir / Bourbon

Það er yfirleitt hægt að ganga að tveimur réttum vísum á kínverskum veitingahúsum í Bandaríkjunum. Annars vegar “Bourbon Chicken” og hins vegar “General Tsaos Chicken”. Þessi uppskrift er afbrigði af þessum tveimur réttum með sætri og bragðmikilli sósu. Hvers vegna rétturinn sé kenndur við Bourbon þótt ekki sé dropi af því í uppskriftinni verða aðrir að svara.

800 g kjúklingabringur eða lundir, skornar í bita

2 dl púðursykur

2 dl sojasósa

2 dl eplasafi

1,5 dl tómatsósa

1/2 dl vínedik eða hrísgrjónaedik

4-5 hvítlauksgeirar, pressaðir

3 sm engiferrót, rifin

1 tsk chiliflögur

 

Blandið öllu vel saman í skál nema kjúklingi og baunaspírum.

Skerið kjúklinginn í bita og steikið í olíu á pönnu eða í þykkum potti þar til hann hefur tekið á sig góðan lit. Takið af pönnunni og geymið.

Hellið sósunni á pönnuna og leyfið henni að malla á miðlungshita í um fimm mínútur. og hrærið reglulega í henni á meðan. Bætið þá kjúklingabitunum við og eldið í sósunni í 15 mínútur. Bætið þá við baunaspírunum og látið malla áfram í um fimm mínútur.

Þegar hér er komið við sögu ætti sósan að vera orðin vel þykk. Ef þið viljið fá hana jafnþykka og á kínversku stöðunum er hins vegar nauðsynlegt að bæta 1-2 tsk af Maizena í síðustu 2-3 mínúturnar og hræra vel saman.

Berið fram með hrísgrjónum. Það má einnig wok-steikja grænmeti á borð við niðursneiddan, lauk, baunaspírurog papriku og bæta út í síðustu mínúturnar í stað niðursoðnu baunaspírnanna. Ávaxtaríkt og ferskt hvítvín passar með þessum rétti, reynið t.d. hið suður-afriska Two Oceans Pinot Grigio.

Related Posts