Þessi ítalski kjúklingaréttur er fljótlegur, einfaldur en gífurlega góður. Tómatarnir og vínið mynda frábæra sósu þegar þau eldast saman við kryddjurtirnar og laukinn.
Einn kjúklingur
2 msk. ólífuolía
2 msk. smjör
1 laukur, saxaður
4 hvítlauksgeirar, saxaðir
2-3 greinar af fersku söxuðu rósmarín,
Ein lúka fersk salvíublöð, söxuð
3-4 greinar af fersku garðablóðbergi (timían), saxað
1 dl hvítvín
safi úr hálfri sítrónu
5-6 ferskir saxaðir tómatar. Einnig má nota heila tómata úr dós.
Ofninn er forhitaður í u.þ.b. 180 °C.
Kjúklingurinn er bútaður í tíu hluta. Kryddaður með salti og pipar. Hitið olíuna og smjörið saman á pönnu sem má fara í ofninn og brúnið kjúklingabitana í 5-8 mínútur. Bætið þá lauknum, hvítlauknum og kryddjurtunum út í og veltið um með sleif á pönnunni í um 2 mínútur.
Bætið loks víninu og tómötunum á pönnuna og blandið öllu vel saman. Setjið pönnuna í ofninn og bakið í 35-40 mínútur.
Meðlæti: Tagliatelle, ferskt salat og nýbakað brauð.. og svo auðvitað nýrifinn Parmesan.
Gott rauðvín frá Toskana á Ítalíu smellpassar með t.d. Villa Antinori eða Isole e Olena Chianti Classico.