Kjúklinga fajitas

Home / Uppskriftir / Kjúklinga fajitas

Kryddlögurinn er galdurinn á bak við vel heppnaðar Fajitast. Hér er ein útgáfa sem steinliggur.
Kryddlögur
• 1/2 dl ólífuolía
• safi úr einni sítrónu
• 3 pressaðir hvítlauksgeirar
• 2 tsk óreganó
• 2 tsk cummin
• 1 tsk paprika
• 1 tsk chiliflögur
• 1 tsk chili
• 1 tsk salt


Blandið öllu saman í skál. Skerið kjúklingabringur eða kjúklingalæri í strimla og blandið saman við marineringuna. Látið liggja í leginum í 1-2 klukkustundir.

• 2 paprikur
• 2 rauðlaukar
Skerið paprikur í strimla og lauk í sneiðar. Mýkið í olíu á pönnu. Takið af pönnunni og geymið.
Hellið marineringunni frá. Steikið kjúklinginn í 5 mínútur. Bætið þá paprikunni og lauknum aftur út á pönnuna. Hitið.
Gott er að bera þetta fram með salsa og guacamole, sýrðum rjóma, rifnum osti og tortillapönnukökum.

Related Posts