Lemongrass Kjúklingur

Home / Uppskriftir / Lemongrass Kjúklingur

Þessi kjúklingauppskrift kemur frá Víetnam. Kjúklingurinn er látinn liggja í kryddlegi og síðan wok-steiktur ásamt grænmeti.
600 beinlaust, skinnlaust kjúklingakjöt, lundir eða læri, skorið í bita.

kryddlögur
2 stilkar af lemongrass
2 skalottulaukar
1 rauður chili, fræhreinsaður
4 hvítlauksgeirar
4 sm engiferrót
1/2 dl olía
1/2 dl vatn
salt og pipar
Maukið allt saman í matvinnsluvél. Setjið maukið í stóran ziplock-plastpoka ásamt kjúklingabitunum og veltið vel saman. Marinerið í nokkrar klukkustundir helst yfir nótt
Þegar kjötið er tilbúið byrjum við á því að undirbúa það sem þarf fyrir steikinguna. Grænmeti og wok-sósu.
grænmeti
1 búnt vorlaukur
1 rauður chili, fræhreinsaður
1 laukur
Saxið laukinn, vorlaukinn og chilibelginn
wok-sósa
2 msk sojasósa
1 msk hrísgrjónaedik
1/2 msk fiskisósa
1 tsk sykur
1 tsk maizena
Blandið öllu vel saman í skál
Þá er komið að því að elda grænmetið og kjúklinginn.
Hitið olíu á wok-pönnu eða stórri pönnu. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Takið af pönnunni og geymið. Takið kjúklinginn úr kryddleginum og hristið mesta maukið af. Bætið olíu á pönnuna og steikið á mjög heitri pönnunni. Þegar kjúklingabitarnir hafa tekið á sig góðan lit og eru að verða steiktir í gegn bætið þið sósunni út á og steikið áfram í 1-2 mínútur. Bætið þá grænmetinu út á og steikið þar til það er orðið heitt.
Berið fram með jasmín-grjónum.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU.

Related Posts