Satay-kjúklingur með hnetusósu

Home / Uppskriftir / Satay-kjúklingur með hnetusósu

Satay eða Sate grillpinnar eru gífurlega vinsælir í Suðaustur-Asíur, ekki síst í Indónesíu, Singapore og Malasíu.

Einn sá þekktasti gengur undir heitinu Satay Club .

 Þær eru fjölmargar útgáfurnar af Satay sem eru til en algengast er að nota kjúkling sem er látinn liggja í kryddlegi um stund og síðan grillað á litlum spjótum og borið fram með hnetusósu.

Í þessari uppskrift er gert ráð fyrir 150 gr af kjúklingi á mann ,best er að nota lærakjöt einnig er hægt að nota bringur eða lundir.

Í kryddlöginn þarf eftirfarandi:

1 dl matarolíu, helst jarðhnetuolíu

1 límónu (lime)

5 hvítlauksgeira

1/2 búnt vorlauk

4-5 sm engiferbút

1 tsk Túrmerík

2 msk sojasósa

1 msk taílensk chilisósa

Pressið safann úr límónunni, rífið hvítlauk og engifer á rifjárni, saxið vorlaukana smátt og blandið saman við olíuna, sojasósuna og chilisósuna. Bætið við Túrmerik, sem gefur hin einkennandi gula lit.

Skerið kjúklinginn niður í 2-3 sm bita og látið liggja í kryddleginum í 1-2 klukkustundir.

Þá er komið að því að gera hnetusósuna. Í hana þurfum við:

2 msk jarðhnetu eða sesamolíu

1/2 búnt vorlauk

2 dl hnetusmjör (creamy frekar en crunchy)

1 dl jarðhnetur, muldar

2 dl kjúklingasoð

1 tsk sykur

1 msk sojasósa

1/2 sítróna, pressuð

Hitið olíuna á pönnu, varist að hafa hana of heita. Steikið saxaða vorlaukinn í um 2 mínútur og bætið þá við hnetusmjörinu, kjúklingasoðinu, sykrinum, sojasósunni og safanum úr sítrónunniog jarðhnetunum.

Best er að hafa jarðhneturnar ósaltaðar en ef þið finnið einungis hefðbundnar salthnetur er ágætt að skola mesta saltið af þeim örsnöggt í vatni. Myljið þær síðan í matvinnsluvél eða með kökukeflinu.

Látið sósuna malla á mjög vægum hita í nokkrar mínútur eða þar til hún þykknar. Hrærið reglulega í henni. Athugið að þessi sósa verður nokkuð þykkari heldur en tilbúin Satay-sósa sem keypt er í dós.

Þræðið loks kjúklingabitana upp á grillteina og grillið. Berið fram jasmínhrísgrjónum og agúrkúbitum.

Þessi réttur hentar best með ungu og fersku hvítvíni, t.d. Montes Sauvignon Blanc eða Benchmark Chardonnay. Eða þá með asískum bjór líkt og Tiger-bjórnum

Related Posts