Síun
Personal menu

Um okkur

Matfugl ehf. í Mosfellsbæ hóf rekstur 14. nóvember 2003.  Afurðir fyrirtækisins eru hrár, ferskur kjúklingur auk fullunninnar vöru sem eru seldar um allt land.

Aðalstarfsstöð Matfugls er í Móastöðinni, Völuteig 2, Mosfellsbæ. Þar er slátrun, kjötvinnsla, fullvinnsla, lager og dreifing auk skrifstofu. Að auki er Matfugl með stafsstöðvar víða um landið þar sem landbúnaðarhluti fyrirtækisins fer fram. Gaman er að geta að starfssemi Matfugls fer fram í öllum kjördæmum landsins, að Reykjavík-Suður undanskildu.

Skilgreint hlutverk Matfugls er ræktun og eldi alifugla, slátrun þeirra og framleiðsla afurða unnum úr kjúklingakjöti, til neytenda á Íslandi.
Matfugl sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á kjúklingaafurðum. Fyrirtækið er með eigið eldi, slátrun og vinnslu á kjúklingi og er leiðandi  á sínu sviði.
Matfugl vinnur eftir ströngustu gæðakröfum og hefur m.a. starfandi dýralækni sem hefur eftirlit með öllu framleiðsluferli fyrirtækisins. Helstu vörumerki Matfugls eru Móar, Ali kjúklingur, Íslandsfugl, Matfugl.  Auk þess sérframleiðir Matfugl vörur fyrir stærstu matvöruverslanir landsins.

Stefnulýsing

Matfugl er leiðandi matvælaframleiðandi á íslenskum markaði sem sérhæfir sig í afurðum unnum úr kjúklingakjöti. Það er stefna fyrtækisins að ala kjúklinga á mannúðlegan hátt með velferð dýranna að leiðarljósi og um leið hámarka öryggi og gæði afurðanna.

Gæðastefna

Vörur og þjónusta Matfugls skal uppfylla væntingar, þarfir og óskir viðskiptavina. Eingöngu er unnið með fyrsta flokks hráefni sem framleitt er í sátt við umhverfi og náttúru.
Gæðakerfi  Matfugls byggir á HACCP, allt frá eldi til afhendingar afurða, þar sem öryggi matvæla er í öndvegi. Fyrirtækið mun uppfylla allar opinberar kröfur sem gilda um reksturinn hverju sinni og veita starfsfólki þá þjálfun sem nauðsynleg er.

Umhverfisstefna

Fyrirtækið leitast við að vernda umhverfið, draga úr umhverfisáhrifum og koma í veg fyrir mengun af völdum starfseminnar eins og frekast er unnt.  

Matfugl leggur áherslu á eftirfarandi:

  • Að nýta hliðarafurðir í landgræðslu og til fóðurgerðar.
  • Að viðhalda lágu kolefnisspori framleiðslu afurða.
  • Að veita starfsfólki fræðslu og þjálfun um umhverfisstefnu og verklag fyrirtækisins til þess að stuðla að virkri þátttöku og efla umhverfisvitund.
  • Að nýta hráefni og auðlindir skynsamlega.
  • Að lágmarka og flokka úrgang miðað við reglur sveitarfélagsins.
  • Að leggja áherslu á að hávaði, lykt og rykmengun sé í lágmarki frá starfseminni.
  • Að uppfylla lög og reglugerðir á sviði umhverfismála sem gilda um reksturinn og gengur lengra ef það er hægt.

Fyrirtækið vaktar mikilvæga umhverfisþætti miðað við markmið og vöktunaráætlun. Fyrirtækið starfar eftir virku umhverfisstjórnunarkerfi og setur sér mælanleg markmið sem tryggja stöðugar umbætur.